Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Garðskagi: Leyfislaus krabbatínsla fyrir veitingahús í Reykjavík?
Þriðjudagur 8. júní 2004 kl. 11:15

Garðskagi: Leyfislaus krabbatínsla fyrir veitingahús í Reykjavík?

Vefsíða Sveitarfélagsins Garðs segir frá því í morgun að það ágerðist nú mjög að hópur útlendinga komi með ílát og gengi fjöruna og sker á Garðskaga og tíndu upp krabba og fleira, sem hægt væri að nota til matseldar. Sagt er frá því að menn hafi áhyggjur af því að lífríkið geti skaðast af svo mikilli tínslu, sem þarna á sér stað.
Eins og allir vita er fuglalíf mjög fjölbreytt við Garðskaga. Bent er á í fréttinni á vef sveitarfélagsins að allt þetta er gert í leyfisleysi. Ekkert talað við sveitarfélag eða viðkomandi landeigendur. Einnig er velt upp þeirri spurningu hvort svo mikil tínsla væri til að setja í pottana á ákveðnum veitingastöðumi í höfuðborginni. Bæjaryfirvöld hér í Garði og Sandgerði þurfa að kynna sér málið, segir að endingu á vef Sveitarfélagsins Garðs.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024