Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Garðskagi heitasti staður landsins
Þriðjudagur 26. september 2006 kl. 08:44

Garðskagi heitasti staður landsins

Í morgun kl. 6 var austlæg eða breytileg átt á landinu, yfirleitt hæg. Þoka eða súld var víða norðan- og norðaustanlands, rigning á Austfjörðum, léttskýjað á Vestfjörðum og við Breiðafjörð, en skýjað með köflum sunnan- og suðvestanlands. Kaldast var 4 stiga frost á Reykjum í Fnjóskadal, en hlýjast 10 stiga hiti á Garðskagvita.

Yfirlit

Skammt A af Færeyjum er 1005 mb lægð sem mjakast N, en um 700 km NA af Íslandi er 1020 mb hæðarhryggur.

Veðurhorfur á landinu

Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Norðaustan og austan 3-10 m/s í dag, hvassast allra austast. Rigning eða súld á Austurlandi, skýjað og víða þokubakkar norðanlands, en annars skýjað með köflum eða bjartviðri. Norðaustan 5-13 á morgun, hvassast á Vestfjörðum. Súld eða rigning, en þurrt að mestu suðvestan- og vestanlands. Hiti 5 til 14 stig að deginum, hlýjast á Suðvesturlandi.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:

Hæg breytileg átt og skýjað með köflum eða bjartviðri. Norðaustan 5-10 á morgun og skýjað að mestu, en hvessir síðdegis. Hiti 8 til 14 stig að deginum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024