Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 18. mars 2002 kl. 23:53

Garðskagaviti logar glatt...!

Garðskagaviti var baðaður appelsínugulum blæ í síðdegis- eða kvöldsólinni um kl. 19 í kvöld. Sjórinn var tjarnsléttur og stemmningin á Skaganum svipuð og á fallegu sumarkvöldi. Hitastigið sagði okkur þó að nú er „dimmur“ vetur og hitamælirinn sýndi -3°CStór og myndarlegur pollur af leysingavatni frá síðustu þýðu var frosinn á túninu að Garðskaga og vitinn speglaðist í ísnum. Það er hins vegar sjaldan logn á Garðskaga og því var ísinn ósléttur og spegilmyndin því ekki eins og best verður á kosið...!
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024