Garðmenn vilja ræða þenslu
Garðmenn vilja ræða þenslu á Suðurnesjum og áhrif hennar m.a. á sveitarfélögin á Suðurnesjum, þegar Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) kemur saman til vetrarfundar á næstu vikum.
Undirbúningur vetarfundarins stendur nú yfir og hefur framkvæmdastjóra SSS verið falið að senda aðildarfélögum sambandsins beiðni um tillögur að fundarefni.
Garðmenn hafa brugðist við erindi SSS og leggja til að fjallað verði um atvinnumál og þensluna á Suðurnesjum.