Garðmenn vilja ræða sameiningu við Reykjanesbæ
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs samþykkti í gær með fimm atkvæðum að óska eftir fundi með fulltrúum Reykjanesbæjar til að ræða hugmyndir um mögulega sameiningu sveitarfélaganna Garðs, Sandgerðis og Reykjanesbæjar.
Það voru fulltrúar D-listans, sem skipar minnihlutann í Garði, sem lögðu fram töllögu þess efnis að óska eftir viðræðum við Reykjanesbæ. Tillagan þeirra var samþykkt með öllum atkvæðum minnihlutans og tveimur atkvæðum meirihlutans. Tveir fulltrúar meirihlutans sátu hjá.