Garðmenn vilja ræða öldrunarmál
– á vetrarfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum
Garðmenn leggja til að vetrarfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS), sem haldinn verður í mars nk., taki til umræðu öldrunarmál í heild sinni. Jafnframt vilja Garðmenn að rædd verði atvinnumál og uppbygging þjónustu við fatlaða.
Þetta eru skilaboð bæjarráðs Sveitarfélagsins Garðs við óskum SSS. Grindavíkurbær hefur einnig skilað inn sínum óskum þar sem atvinnuþróunarmál voru efst á óskalistanum.