Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Garðmenn vilja endurskoða þjónustusamning
Gerðaskóli í Garði. Mynd af vef Sveitarfélagsins Garðs.
Þriðjudagur 27. janúar 2015 kl. 09:36

Garðmenn vilja endurskoða þjónustusamning

– við Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar.

Bæjarstjórn Garðs hefur samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að eiga viðræður við Reykjanesbæ og Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar um endurskoðun á þjónustusamningum Sveitarfélagsins Garðs við Reykjanesbæ vegna þjónustu Fræðsluskrifstofu við Gerðaskóla.

Jafnframt var samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra, í samráði við skólastjóra Gerðaskóla og formann Skólanefndar, að gera tillögur til bæjarráðs um fyrirkomulag þeirrar þjónustu sem Gerðaskóli þarf að hafa aðgang að fyrir starfsemi skólans.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024