Garðmenn vilja endurskoða þjónustusamning
– við Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar.
	Bæjarstjórn Garðs hefur samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að eiga viðræður við Reykjanesbæ og Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar um endurskoðun á þjónustusamningum Sveitarfélagsins Garðs við Reykjanesbæ vegna þjónustu Fræðsluskrifstofu við Gerðaskóla.
	
	Jafnframt var samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra, í samráði við skólastjóra Gerðaskóla og formann Skólanefndar, að gera tillögur til bæjarráðs um fyrirkomulag þeirrar þjónustu sem Gerðaskóli þarf að hafa aðgang að fyrir starfsemi skólans.

 
	
				

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				