Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Garðmenn velja verktaka til að breyta íþróttamiðstöð
Föstudagur 15. febrúar 2013 kl. 09:17

Garðmenn velja verktaka til að breyta íþróttamiðstöð

Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs samþykkti í gær að viðhafa forval verktaka og lokað útboð í kjölfarið við val á framkvæmdaraðila vegna viðbyggingar Íþróttamiðstöðvar. Bæjarstjóra, ásamt Skipulags-og byggingafulltrúa var jafnframt falið að undirbúa forval og lokað útboð.

Við þetta tækifæri bókuðu fulltrúar meirihlutans í bæjarráði eftirfarandi:
„Forval og lokað útboð er góð leið til þess að tryggja val á traustum verktökum til framkvæmda. Með forvali er auglýst eftir verktökum sem hafa áhuga á að taka þátt í lokuðu útboði. Viðkomandi þurfa að uppfylla tilteknar kröfur um fjárhagslega stöðu, gæði og getu til verksins. Við forval verði aðilar sem uppfylla best kröfur forvals valdir til þess að taka þátt í lokuðu útboði um framkvæmdina og hagstæðasta tilboði tekið.

Við ákvörðun um hvaða leið skuli fara við val á framkvæmdaraðila vegna framkvæmda við viðbyggingu íþróttamiðstöðvar, er rétt að líta til ákvæða laga um opinber innkaup og innkaupareglna sveitarfélagsins. Lög um opinber innkaup nr. 84/2007 voru sett í þeim tilgangi að tryggja jafnræði fyrirtækja við opinber innkaup, stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri með virkri samkeppni og efla nýsköpun og þróun við innkaup hins opinbera á vörum, verkum og þjónustu. í 3.gr. laganna kemur fram að lögin taki til ríkis, sveitarfélaga, stofnana þeirra og annarra opinberra aðila. Samkvæmt lögunum ber öllum sveitarfélögum að setja sér innkaupareglu. Bæjarstjórn Sv. Garðs samþykkti samhljóða innkaupareglur fyrir sveitarfélagið þann 14. desember 2011 og var það gert eftir stórnsýsluúttekt KPMG á sveitarfélaginu með vísan í framangreind lög“.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024