Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Garðmenn undirbúa innheimtu fasteignagjalda í Helguvík
Þriðjudagur 19. nóvember 2013 kl. 10:32

Garðmenn undirbúa innheimtu fasteignagjalda í Helguvík

Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs hefur samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að hefja undirbúning þess að Sveitarfélagið Garður sæki rétt sinn til þess að innheimta fasteignaskatt af mannvirkjum innan sveitarfélagsins á fyrrum varnarsvæði við Helguvík.

Ásbjörn Jónsson hæstaréttarlögmaður mætti á fund bæjarráðs á dögunum og fór yfir lög og reglur sem ná yfir fyrrum varnarsvæði við Helguvík, en á því svæði sem nú er skilgreint sem öryggissvæði eru olíubirgðatankar sem a.m.k. að hluta til eru nýttir til borgaralegra nota af olíufélögum. Mannvirki á þannig skilgreindum svæðum hafa ekki verið metin í fasteignamati og því ekki verið innheimtir af þeim fasteignaskattar.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024