Garðmenn til viðræðna við Norðurál um staðsetningu álvers
Bæjarstjóra Garðs, formanni bæjarráðs og byggingafulltrúa í Garði hefur verið falið að ganga til viðræðna við Reykjanesbæ og Norðurál um mögulega staðsetningu álvers, samstarfvettvang sveitarfélaganna og hugmyndir um reglur varðandi kostnað og tekjuskiptingu ef fyrirhugað álver mun liggja innan marka Sveitarfélagsins Garðs.
Þetta var ákveðið í framhaldi af því að lagðir voru fram til kynningar lóðarsamningar milli Reykjaneshafnar og Norðuráls ehf og hins vegar hafnarsamningar á milli sömu aðila.
Þetta var ákveðið í framhaldi af því að lagðir voru fram til kynningar lóðarsamningar milli Reykjaneshafnar og Norðuráls ehf og hins vegar hafnarsamningar á milli sömu aðila.