Garðmenn taka lán
Sveitarfélagið Garður tekur 67 milljóna króna lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga til næstu 15 ára. Lánið verður notað m.a. til flutningins bæjarskrifstofu í nýtt húsnæði, breytingum á Gerðaskóla þar sem kennslustofum verður fjölgað um tvær og til endurnýjunar á frárennsliskerfi bæjarins.
Mynd: Nýjar bæjarskrifstofur í Garði verða í þessu miðbæjarhúsi í sveitarfélaginu. Ljósmynd: elg