Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Garðmenn skora á samgönguráðherra að veita ECA brautargengi
Föstudagur 12. nóvember 2010 kl. 00:19

Garðmenn skora á samgönguráðherra að veita ECA brautargengi

Bæjarráð Garðs lýsir yfir stuðningi við ECA flugþjónustuverkefnið. Undirbúningur verkefnisins hefur lengi staðið yfir og mun skapa vel launuð störf á Suðurnesjum fyrir 100-150 manns og að auki allt að 100 störf á framkvæmdatíma vegna bygginga flugskýla og aðstöðu fyrir verkefnið, eins og segir í fundargerð bæjarráðsins.

Bæjarráð Garðs skorar samhljóða á samgönguráðherra að veita verkefninu brautargengi til að stuðla að fjölbreytni í atvinnusköpun á Suðurnesjum og nýta þau verðmæti sem liggja í aðstöðunni á Keflavíkurflugvelli.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024