Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Garðmenn skoða málefni flóttafólks
Mánudagur 19. október 2015 kl. 09:26

Garðmenn skoða málefni flóttafólks

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs mun taka málefni flóttamanna til frekari umfjöllunar á næsta fundi sínum. Á fundi bæjarráðs Garðs fyrir helgi lagði bæjarstjóri fram minnisblað  um hlutverk og skyldur sveitarfélaga, ríkisins, Rauða krossins og annarra aðila varðandi móttöku flóttamanna.

Stjórnvöld hafa leitað til sveitarfélaga í landinu varðandi móttöku flóttafólks. Sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa verið með málið til skoðunar og efnislegrar meðferðar.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024