Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Garðmenn skoða fjölnota íþróttahús
Mánudagur 24. október 2011 kl. 20:04

Garðmenn skoða fjölnota íþróttahús

Markaðs- og atvinnumálanefndin í Garði er þessar vikunar að skoða hugmyndir um fjölnota íþróttahús í Garði. Þá kanna menn einnig möguleika á viðbyggingu við íþróttahúsið í Garði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Pétur Bragason hjá Verkmætti, verkfræðistofu í Garði, sýndi og ræddi hugmyndir og kostnaðaráætlanir að þessum byggingum á fundi nefndarinnar í síðustu viku


Hugmyndin er að verkefnin geti nýst atvinnulífinu í Garði á næsta ári til að mæta því mikla atvinnuleysi sem hér er og að hér gæti verið um samvinnuverkefni að ræða. Ákveðið að skoða málin enn frekar og skoða rekstarkostnað og fl. betur.


Myndin er af fjölnota húsi í Grindavík á byggingatíma.