Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Garðmenn skila góðu búi
Föstudagur 4. maí 2018 kl. 10:24

Garðmenn skila góðu búi

Bæjarstjórn Garðs lýsir yfir ánægju með góða niðurstöðu vegna ársreiknings sveitarfélagsins fyrir árið 2017. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarstjórnar Garðs frá 2. maí. Þar kemur einnig fram að niðurstaða rekstrarreiknings er jákvæðari en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun og beri það vott um hve vel hefur gengið að halda utan um rekstur bæjarfélagsins. Þar kemur einnig fram að starfsfólk bæjarfélagsins hafi lagt sig fram um að svo sé og að gott samstarf hafi verið í rekstri sveitarfélagsins, efnahagsreikningur beri með sér að efnahagslegur styrkur sveitarfélagsins sé mikill, eignir miklar og skuldir lágar, að lokum þakkar bæjarstjórn starfsfólki sveitarfélagsins fyrir vel unnin störf og þeirra framlag með góðum árangri í rekstri og fjármálastjórn félagsins.

Nánar um ársreikning Garðs:
Samanlagðar rekstrartekjur A og B hluta voru alls kr. 1.450,4 milljónir, í fjárhagsáætlun voru heildartekjur áætlaðar kr. 1.361,9 milljónir. Rekstrartekjur A hluta sveitarsjóðs voru alls kr. 1.413 milljónir, þar af voru skatttekjur kr. 840 milljónir og framlög frá Jöfnunarsjóði kr. 414,6 milljónir.
Rekstrarafgangur sveitarsjóðs í A hluta, fyrir afskriftir og fjármagnsliði var kr. 148,2 milljónir, en í áætlun ársins áætluð kr. 98,2 milljónir. Rekstrarniðurstaða sveitarsjóðs í A hluta var afgangur kr. 95 milljónir, í áætlun ársins var áætlaður afgangur kr. 51 milljón.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir og fjármagnsliði afgangur kr. 176,4 milljónir, en í fjárhagsáætlun var afgangur áætlaður kr. 126,7 milljónir. Rekstrarniðurstaða A og B hluta var afgangur kr. 105,6 milljónir, en í fjárhagsáætlun var áætlaður rekstrarafgangur í samandregnum reikningi A og B hluta kr. 44,1 milljónir.

Í sjóðstreymisyfirliti er veltufé frá rekstri í samandregnum reikningi A og B hluta kr. 222,5 milljónir, handbært fé frá rekstri kr. 238,8 milljónir. Handbært fé í árslok 2017 var kr. 523,4 milljónir og hækkaði á árinu um kr. 66 milljónir. Í fjárhagsáætlun 2017 var gert ráð fyrir að handbært fé hækkaði um kr. 18,3 milljónir á árinu. Veltufjárhlutfall var í árslok 2,77.

Heildar eignir bæjarsjóðs í A hluta námu alls kr. 3.186,3 milljónum og heildar eignir í samanteknum efnahagsreikningi A og B hluta voru kr. 3.376,4 milljónir. Eiginfjárhlutfall var 81,2%. Heildar skuldir og skuldbindingar bæjarsjóðs í A hluta voru kr. 593,5 milljónir og í samanteknum reikningi A og B hluta kr. 631 milljónir. Í árslok 2017 voru engar vaxtaberandi skuldir í efnahagsreikningi bæjarsjóðs í A hluta, en alls kr. 59,9 milljónir í reikningi B hluta. Skuldaviðmið A og B hluta, skv. reglugerð 502/2012 er 8,02% í árslok 2017.