Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Garðmenn setja upp auglýsingaskilti við Rósaselstorg
Miðvikudagur 7. mars 2012 kl. 11:54

Garðmenn setja upp auglýsingaskilti við Rósaselstorg



Auglýsingaskilti í stærðinni 260x362 sentimetrar verður sett upp við Rósaselstorg sem er hringtorg sem leiðir umferð frá Leifsstöð í Sandgerði, Garð og á Reykjanesbraut. Auglýsingaskiltinu verður ætlað að vekja áhuga ferðamanna á því að koma í Garðinn.
Gert er ráð fyrir að skiltið verði komið upp um miðjan mánuðinn en það er Bragi Guðmundsson byggingaverktaki sem mun sjá um að smíða undirstöður skiltisins.

Ferðamálanefnd Sveitarfélagsins Garðs fagnar því að loks er sett upp auglýsingaskilti við Rósaselstorg sem lengi hefur staðið til og vonar að það fjölgi ferðamönnum í Garðinum á komandi sumri og árum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024