Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Garðmenn orðnir fleiri en 1600
Þriðjudagur 18. júlí 2017 kl. 17:43

Garðmenn orðnir fleiri en 1600

Íbúatalan í Garði er í fyrsta skipti komin yfir 1600. Í morgun fengu bæjarskrifstofurnar í Garði tilkynningu um það að íbúatala Sveitarfélagsins Garðs væri 1601 íbúi.

„Er á meðan er,“ sagði Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Garði, þegar Víkurfréttir heyrðu í honum með tíðindin í dag. Bæjarstjórinn fer ekki leynt með það að fjölgun íbúa megi rekja til starfsmanna IGS á Keflavíkurflugvelli sem nýlega fluttu inn á Garðvang í Garði. Þar var áður rekið hjúkrunarheimili en Nesfiskur í Garði eignaðist húsið nýverið og leigir það áfram til IGS.

„Það er alltaf gott að fá fleiri útsvarsgreiðendur í bæjarfélagið,“ bætir Magnús við. Hann segir nýju íbúana á Garðvangi ekki freka á þjónustu sveitarfélagsins. Þeir nýti sér sundlaugina til líkamsræktar og sólbaða. Síðasti toppur í íbúafjölda í Garði var árið 2008 þegar íbúar Garðs náðu því að verða 1550 talsins.

Það kemur svo í ljós með haustinu hvort Garðmenn nái að halda sér ofan við 1600 íbúa múrinn, þegar dregur úr sumaráhrifum í starfsemi á Keflavíkurflugvelli.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024