Garðmenn óðir í lestur
– Bróðir minn Ljónshjarta vinsælasta bókin
Allir lesa – landsleikur í lestri hefur hlotið frábærar móttökur landsmanna á fyrstu dögunum. Nú þegar hafa þúsundir lesinna klukkustunda verið skráðar á vefinn allirlesa.is.
Þar hafa Garðmenn komið sér á toppinn á lestrarlistanum. Vogar skipa 5. sætið á sama lista. Þetta er þó auðvitað bara blábyrjunin á keppninni og allt getur gerst en bókaormar og lestrarhestar eru hvattir til að kíkja á allirlesa.is og þaka þátt í skemmtilegri keppni.
Karlar þurfa að taka sig á í lestrinum því aðeins einn af hverjum fjórum lestrarhestum eru karlar.