Garðmenn klökkir yfir fyrstu Eddunni
– Kristín Júlla Kristjáns fékk Edduverðlaun fyrir gervi í Vonarstræti.
Garðmenn eru klökkir yfir fyrstu Eddunni sem kemur í sveitarfélagið. Það má a.m.k. lesa úr færslum á fésbókarsíðu Kristínar Júllu Kristjánsdóttur sem á laugardagskvöld tryggði sér Edduna fyrir gervi í kvikmyndinni Vonarstræti.
Kvikmyndin Vonarstræti fékk alls tólf Eddur eða í öllum flokkum sem myndin var tilnefnd til. Kristín er jafnframt í fremstu röð í förðun og gervum þegar kemur að íslenskri kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð og hefur hún getið sér gott orð fyrir störf sín á þeim vettvangi.
Kristín Júlla með Edduna sína sem hún fékk fyrir gervi. Myndin er af fésbókarsíðu Kristínar.