Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

  • Garðmenn halda sólseturshátíð 23. - 26. júní
  • Garðmenn halda sólseturshátíð 23. - 26. júní
Mánudagur 13. júní 2016 kl. 09:38

Garðmenn halda sólseturshátíð 23. - 26. júní

Sólseturshátíðin í Garði verður formlega 23. - 26. júní, þó dagskrá hefjist mánudaginn 20. júní í íþróttamiðstöð Garðs með karlakvöldi í sundlaug. Síðan rekur hver viðburðurinn annan alla vikuna.

Sólseturshátíð var haldin í fyrsta skipti árið 2005 og er nú árlegur viðburður í Garði. Sólseturshátíðin er fjölskylduhátíð, haldin á Garðskaga við góðar aðstæður, fallegt umhverfi með fjölbreyttri dagskrá. Má þar nefna stuttar gönguferðir, menningar- og sögutengda fræðslu fyrir börn og fullorðna, fjöruferð fyrir börnin, leiki og leiktæki, tónlistaratriði, kveiktur varðeldur og málverkasýningar.

Á Garðskaga er góð aðstaða fyrir tjaldbúa, tjaldvagna og húsbíla. Snyrting, rennandi vatn og rafmagn er til staðar, segir á vef Sveitarfélagsins Garðs.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024