Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Garðmenn glaðir með jarðvanginn
Laugardagur 10. október 2015 kl. 06:00

Garðmenn glaðir með jarðvanginn

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs lýsir ánægju með að Reykjanes jarðvangur hefur hlotið aðild að samtökunum European Geoparks Network. Bæjarstjórnin bókaði um þessa alþjóðlegu vottun á fundi sínum nýverið.

„Bæjarstjórn lýsir ánægju með og óskar Suðurnesjamönnum til hamingju með það að Reykjanes Geopark (Reykjanes Jarðvangur) hefur hlotið aðild að samtökunum European Geoparks Network. Aðild Reykjanes Geopark að samtökunum er í reynd gæðavottun í umhverfismálum og ferðaþjónustu fyrir Reykjanes.“
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024