Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 17. maí 2004 kl. 12:26

Garðmenn gera hreint fyrir sínum dyrum

Garðmenn ætla að gera hreint fyrir sínum dyrum í þessari viku, en hin árlega vorhreinsun hófst í morgun. Mánudaginn 17.maí, þriðjudaginn 18.maí og miðvikudaginn 19.maí verða starfsmenn Áhaldahússins á ferðinni og safna saman rusli sem fólk vill koma frá sér. Einnig eru íbúar sem eru með ónýt bílhræ hjá sér hvattir til að nota nú tækifærið og láta fjarlægja þau. Koma þarf drasli sem á að taka út fyrir lóðamörk. Allar nánari upplýsingar eru veittar í Áhaldahúsinu sími 422 7068 og 893 8219, segir í tilkynningu frá Sveitarfélaginu Garði.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024