Miðvikudagur 19. júlí 2017 kl. 17:41
Garðmenn fá hálfa milljón frá Bláa lóninu
Sveitarfélagið Garður á hlutafé í Bláa lóninu. Garðmenn fengu á dögunum arðgreiðslu vegna rekstrarársins 2016 frá Bláa lóninu.
Í gögnum bæjarráðs Garðs kemur fram að sveitarfélagið fái greiddan arð vegna rekstrar Bláa lónsins árið 2016 að fjárhæð kr. 564.265.