Föstudagur 2. nóvember 2012 kl. 10:02
Garðmenn fá byggðakvóta upp á 41 tonn
Atvinnu-og nýsköpunarráðuneytið hefur úthlutað byggðakvóta, 41 þorskígildistonnum til Garðs vegna fiskveiðiársins 2012/2013.
Á fundi bæjarráðs Garðs var samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að vinna að tillögu um ráðstöfun byggðakvótans og leggja fyrir bæjarráð hið fyrsta.