Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Garðmenn einir á topp 5 frá Suðurnesjum
Þriðjudagur 28. október 2014 kl. 14:16

Garðmenn einir á topp 5 frá Suðurnesjum

– Bróðir minn Ljónshjarta ennþá vinsælasta bókin

Allir lesa – landsleikur í lestri hefur hlotið frábærar móttökur landsmanna á fyrstu dögunum. Nú þegar hafa þúsundir lesinna klukkustunda verið skráðar á vefinn allirlesa.is.

Við upphaf keppninnar komu Garðmenn sér á toppinn á lestrarlistanum. Þeir eru hins vegar í fjórða sæti sem stendur og eina sveitarfélagið af Suðurnesjum á topp 5. Þetta er þó auðvitað bara blábyrjunin á keppninni og allt getur gerst en bókaormar og lestrarhestar eru hvattir til að kíkja á allirlesa.is og þaka þátt í skemmtilegri keppni.

Karlar þurfa að taka sig á í lestrinum því aðeins einn af hverjum fjórum lestrarhestum eru karlar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024