Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Garðmenn bjóða Norðuráli land undir allt álverið
Mánudagur 8. maí 2006 kl. 18:49

Garðmenn bjóða Norðuráli land undir allt álverið

Sitjandi meirihluti bæjarstjórnar í Garði telur eðlilegt að Sveitarfélagið Garður leggi Norðuráli til að hluta eða öllu leyti undir fyrirhugað álver á Helguvíkursvæðinu. Á kosningavef F-listans í Garði, sem fer með meirihluta í bæjarstjórn Garðs segir:

„Það er mikið hagsmunamál fyrir okkur á Suðurnesjum að bygging álvers í Helguvík verði staðreynd. Forystumenn bæjarins hafa átt viðræður við Norðuráls-menn um þessi mál. F-lístinn lýsir yfir fullum stuðningi við að álver verði byggt í Helguvík og telur eðlilegt að Garður leggi til land að hluta eða að öllu leyti undir álverið. Það mundi auka tekjur Garðs svo um munaði. Bygging álvers í Helguvík verður til þess að tryggja atvinnulífið og aukningu í þjónustugeiranum á Suðurnesjum. Það er mikið hagsmunamál fyrir alla Suðurnesjamenn að bygging álvers verði að raunveruleika“.

Í sömu frétt á vef meirihlutans í Garði er rætt um olíubirgðastöðina í Helguvík, en tankarnir eru í landi Sveitarfélagsins Garðs. Í fréttinni segir að það skipti máli að Íslendingar geti nýtt tankana og að bæjaryfirvöld í Garði hafi rætt þau mál við fulltrúa utanríkisráðuneytisins. „Það er mikið öryggisatriði að hægt verði að draga úr olíuflutningum á Reykjanesbrautinni. Þessi mál eru í góðum farvegi og miklar líkur á að þetta gerist innan tíðar,“ segir greinarhöfundur að endingu.

Mynd: Séð yfir Helguvík og landsvæði Sveitarfélagsins Garðs. Ljósmynd: Oddgeir Karlsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024