Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Garðinum til sóma
Urðarbraut 4 í Garði. Mynd úr götusjá Google.
Miðvikudagur 10. september 2014 kl. 10:24

Garðinum til sóma

– umhverfisviðurkenningar veittar í Sveitarfélaginu Garði

Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Garðs hefur veitt viðurkenningar fyrir snyrtilegt umhverfi í Garði. Að þessu sinni voru veittar fjórar viðurkenningar.

Urðarbraut 4 fékk viðurkenningu fyrir ævintýralegan og fallegan garð. Miðhúsavegur 3 fékk viðurkenningu fyrir fallegan og hlýlegan garð. Þá fengu Vellir, Garðbraut 22, verðlaun fyrir snyrtilegt umhverfi og skemmtilega uppbyggingu. Verðlaun til snyrtilegasta fyrirtækið fær Seaside Guesthouse.
 
Umhverfisnefnd sveitarfélagsins vill þakka undirtektir íbúa og einnig taka það fram hversu ánægjulegt var að sjá hvað görðum sem áður hafa fengið viðurkenningar hefur verið vel við haldið, eigendum og Garðinum til mikils sóma.


Miðhúsavegur 3. Mynd úr götusjá Google.


Seaside Guesthouse. Mynd úr götusjá Google.


Vellir, Garðbraut 22. Mynd úr götusjá Google.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024