Garðbúum boðið að kaupa hótelgrunn
Sveitarfélaginu Garði hefur verið boðið að kaupa grunn að hóteli sem hefur verið steyptur í túninu við prestsetrið að Útskálum. Þetta er eitt af þeim málum sem tekin verða fyrir á bæjarstjórnarfundi í Garði á morgun. Fundurinn er sá síðasti fyrir sumarleyfi bæjarstjórnar en að vana mun bæjarráð afgreiða mál sem nauðsynlega þurfa afgreiðslu í sumarleyfi bæjarstjórnar.
Mynd: Sökkull bæði safnaðarheimilis og hótels hefur verið steyptur að Útskálum. Nú er hótelgrunnurinn boðinn til sölu. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson