Garðaverðlaun í Reykjanesbæ: óskað eftir ábendingum
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjanesbæjar óskar eftir ábendingum frá íbúum bæjarins varðandi, fallega garða, fallega endurbyggingu á gömlum húsum og lóðum bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum.
Ábendingum skal skila til Ágústu Guðmundsdóttur skrifstofu Reykjanesbæjar en þær mega einnig berast í tölvupósti á netfangið: [email protected] fyrir 10. júlí 2007
VF-mynd úr safni - Borgarvegur 35 fékk viðurkenningu í fyrra