Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Garðasel hættir sem leikskóli - starfsemin flytur í Hlíðarhverfi
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 13. september 2023 kl. 11:24

Garðasel hættir sem leikskóli - starfsemin flytur í Hlíðarhverfi

Einn elsti leikskólinn í Reykjanesbæ, Garðasel, mun hætta starfsemi á næsta ári. Ástæðan er ástand húsnæðis og erfið glíma við miklar rakaskemmdir og myglu. Leikskólinn mun flytja í nýtt framtíðarhúsnæði sem verið að byggja í Hlíðarhverfi og börnum á Garðaseli er tryggð vistun þar.

Í tilkynningu sem foreldrar fengu senda kemur fram að það svari ekki kostnaði lengur að gera frekari lagfæringar á húsnæði Garðasels. Starfsemi þar hófst um mitt ár 1974 og verður því hálfrar aldrar gamall þegar hún hættir á næsta ári. Í skólanum starfa um þrjátíu manns og börnin eru á tæplega hundrað.

„Á meðan beðið er flutnings verður áfram mikil áhersla lögð á bætt loftgæði í leikskólanum, m.a. með öflugum loftræstikerfum og lofthreinsitækjum. Velferð barna og starfsfólks er höfð í fyrirrúmi. Framundan eru spennandi tímar og við hlökkum til að takast á við þessar nýju áskoranir,“ segir m.a. í tilkynningunni til foreldra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024