Garðabær skoðar Frístundaskóla Reykjanesbæjar
Frístundaskóli Reykjanesbæjar fékk til sín góða gesti í dag en hann sóttu heim fulltrúar frá Garðabæ með bæjarstjóra Ásdísi Höllu Bragadóttur í broddi fylkingar en tilgangur heimsóknarinnar var að kynna sér starfsemi skólans sem er nýbreytni. Fulltrúar Garðabæjar funduðu með verkefnastjóra og umsjónarmanni Frístundaskólans og litið var á starfið í Myllbakkaskóla og Heiðarskóla, segir á vef Reykjanesbæjar.
Ljósmynd: Reykjanesbær.