Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 6. september 2001 kl. 09:37

Gangsetning tilraunaverksmiðju BioProcess

Tilraunaverksmiðja BioProcess var gangsett sl. þriðjudag. Verksmiðjan sérhæfir sig í ræktun smáþörunga sem gefa frá sér virka andoxunarefnið astaxanthin sem er notað í fóðu. Efnið er talið geta valdið byltingu í læknavísindum og snyrtivöruiðnaðinum. Á þriðjudaginn var tekin í notkun ný verksmiðju eining með 10.000 og 3000 lítra tönkum. „Þessi búnaður er sérstkur að því leiti að hann framleiðir dauðhreinsaðar frumur. Dauðhreinsaðar frumur gera það að verkum að afköstin verða meiri og framleiðslan hreinni“, segir Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir, rannsóknarmaður BioProcess. Davíð Guðmundsson, framkvæmdastjóri og Poul Andersen fluttu ræðu af tilefninu. Hjá fyrirtækinu starfa nú sex starfsmenn, tveir erlendir og fjórir íslenskir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024