Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 28. nóvember 2001 kl. 07:21

Gangið frá bifreiðum eftir slys

„Ég vonast til að lögreglan bæti úr vinnubrögðum sínum þegar gengið er frá bifreiðum sem lenda utan vegar og eru skildar eftir. Vegna þess að þegar fólk sér bifreið á hvolfi og jafnvel með inniljósin kveikt, þá er farið að stoppa og athuga með bifreiðina“, segir í bréfi til Víkurfrétta. Lögreglan þarf að merkja slysstaði þannig að ekki sé vafi á þar sé búið að koma að slysinu.
Þessi ábending kemur til vegna þess að undirritaður kom að bifreið á Reykjanesbraut. Hún var á hvolfi utan vegar og skyggni var slæmt. Inniljósin voru kveikt. Margir vegfarendur stoppuðu við slysstað en það getur valdið frekari óhöppum og slysum. Í von um úrbætur.

Gunnar Örn
Guðmundsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024