Gangbrautarljós eyðilagðist í árekstri tveggja bíla
Eftir hádegið í dag var tilkynnt um árekstur milli bifreiða á gatnamótum Hringbrautar og Tjarnargötu í Keflavík. Við áreksturinn kastaðist önnur bifreiðin á blómaker og síðan á umferðarljós framan við Fiskbúðina Vík og skemmdi hvorutveggja.
Ekki urðu meiðsli á fólki. Kranabifreið flutti aðra bifreiðina af vettvangi, sem var óökufær.
Myndin: Tengist ekki fréttinni.
Ekki urðu meiðsli á fólki. Kranabifreið flutti aðra bifreiðina af vettvangi, sem var óökufær.
Myndin: Tengist ekki fréttinni.