Gámurinn lestaður 1. september í Rúanda
Gámurinn sem innihélt umslagið með hvíta duftinu í Keflavík var lestaður í Rúanda 1. september sl., ellefu dögum áður en árásin var gerð á Bandaríkin.Eigandi vörunnar í Keflavík hafði strax samband við aðila í Sviss sem hafði milligöngu um kaupin á vörunni frá Rúanda. Milliliðurinn í Sviss taldi líklegra að fíkniefni hefðu verið í gámnum, frekar en miltisbrandsgró.
Fyrirtækið í Reykjanesbæ hefur hætt allri starfsemi í dag og sent starfsfólk heim. Starfsmaður fyrirtækisins sem handlék umslagið hefur verið fluttur af lögreglu undir læknishendur í Reykjavík.
Fyrirtækið í Reykjanesbæ hefur hætt allri starfsemi í dag og sent starfsfólk heim. Starfsmaður fyrirtækisins sem handlék umslagið hefur verið fluttur af lögreglu undir læknishendur í Reykjavík.