Gámur í árekstri við flugvél
Óskað var eftir aðstoð lögreglunnar á Suðurnesjum í morgun eftir að töskugámur hafði rekist í flugvél við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Óskað var eftir aðstoð lögreglunnar á Suðurnesjum í morgun eftir að töskugámur hafði rekist í flugvél við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Verið var að lesta vélina þegar óhappið varð. Ástæða þess var sögð sú, að færibandið hefði ekki verið stillt rétt af miðað við staðsetningu lestarlúgunnar með þeirri afleiðingu að gámurinn rakst utan í hana. Skemmdir urðu litlar.