Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gámur, bílar og hjólhýsi fuku
Þriðjudagur 11. desember 2007 kl. 09:18

Gámur, bílar og hjólhýsi fuku

Í gærkvöldi og nótt bárust tuttugu og þrjár tilkynningar til lögreglu á Suðurnesjum vegna hvassviðris. Björgunarsveitirnar Suðurnes, Þorbjörn og Sigurvon komu til aðstoðar vegna veðurs en mikið af lausamunum hafði fokið til. Af þessum tilkynningum voru þrjár frá Grindavík, tvær frá Sandgerði en hinar tilkynningarnar voru tengdar Reykjanesbæ.

Það sem fauk til var m.a. fiskikör, þakplötur, ruslatunnur stór grindverk og jólaskraut. Í ásahverfinu í Njarðvík fauk 20 feta gámur á hliðina og eftir það rann hann töluverðan spöl. Hafsögubáturinn í Keflavík losnaði frá bryggju. Björgunarsveitarmenn ásamt lögreglu náðu að festa bátinn aftur. Í Keflavík færðust tvær bifreiðar til í rokinu. Í Njarðvík fauk hjólhýsi á hliðina.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024