Gamli vélasalur HF rifinn
Gamli vélasalurinn í í frystihúsi HF Hafnargötu 2 í Reykjanesbæ hefur verið rifinn. Þetta er það síðasta sem verður rifið á þessum reit í bili. Vélunum verður hlíft enda um minjar að ræða. Glæsilegt Fichershús mun njóta sín enn betur fyrir vikið.
HF átti sitt blómaskeið fyrir áratugum en eftir stórbruna í hluta hússins árið 1983 breyttist starfsemin í húsunum.
Hin síðari ár hefur lista- og tómstundastarf ýmiskonar verið með aðsetur í húsum HF. Nú er svo komið að ástand bygginga er mjög lélegt og tekin var ákvörðun um að rífa það sem eftir stendur af húsunum. Þó verður þeim hluta hússins sem hýsir Svarta Pakkhúsið hlíft.