Gamli Jökull sprengdur í loft upp
Það var mikið sjónarspil að sjá gamla Jökul við Framnesveg sprengdan í loft upp í hádeginu. Um 70 sprengihleðslum hafði verið komið fyrir í húsinu og það var síðan á slaginu 12:30 sem húsið var sprengt og það féll eins og spilaborg til jarðar - eða alveg eins og menn vildu hafa það en íbúðarhús eru við húsgaflinn og því húsið látið falla frá íbúðabyggðinni og útveggur sem snýr að íbúðahúsunum látinn standa.
Fleiri myndir af sprengingunni síðar í dag. Videomyndir verða í fréttum Stöðvar 2 í kvöld og í framhaldinu hér á vf.is
Mynd: Hilmar Bragi Bárðarson