Gamli bærinn minn: Minningar úr bæjarlífinu sýndar í dag
Á laugardaginn 8. nóvember, frá klukkan 14 til 16 í Bíósal Duushúsa, ætlum við að ylja okkur við minningar úr bæjarlífinu, skoða merkileg hús og spjalla um gamlar ljósmyndir. Allir eru velkomnir, ókeypis aðgangur. Frummælendur eru: Páll V. Bjarnason, Karl Steinar Guðnason og Helga Ingimundardóttir.
Það er engin gengisáhætta í sjóðum sögunnar. Ólíkt mörgum sjóðum þá styrkist sögusjóðurinn, eftir því sem meira er úr honum er tekið. Það er áhugi og þekking sem eykur innistæðuna. Verðmæti þessa sjóðs er margþætt. Það getur gefið mikið að deila minningum, í gegnum frásagnir og myndir. Eins er það ómetanlegt fyrir þá sem ekki þekkja til, að kynnast rótum samfélagsins með þessum hætti. Þessi fundur er liður í átaki Byggðasafns Reykjanesbæjar, að vekja athygli á gildi og mikilvægi munnlegra heimilda. Ráðstefnan er styrkt af Menningarsjóði Suðurnesja.