Gamlar bæjarskrifstofur rifnar
Gömlu bæjarskrifstofurnar í Njarðvík, sem síðast hýstu skrifstofur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, eru ekki svipur hjá sjón.
Verktakar eru langt komnir með að rífa bygginguna, sem nú víkur fyrir nýrri verslun Húsasmiðjunnar og Blómavals, sem byggðar verða á Fitjum og munu tengjast verslunum Bónus og Hagkaupa.
Meðfylgjandi mynd var tekin í gærkvöldi, en í morgun var hafist handa við að brjóta bygginguna niður. Gert er ráð fyrir því að húsið verði horfið síðar í dag.
VF-mynd: Hilmar Bragi
Verktakar eru langt komnir með að rífa bygginguna, sem nú víkur fyrir nýrri verslun Húsasmiðjunnar og Blómavals, sem byggðar verða á Fitjum og munu tengjast verslunum Bónus og Hagkaupa.
Meðfylgjandi mynd var tekin í gærkvöldi, en í morgun var hafist handa við að brjóta bygginguna niður. Gert er ráð fyrir því að húsið verði horfið síðar í dag.
VF-mynd: Hilmar Bragi