Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gamla varnarsvæðið: Tólf öryggisvörðum sagt upp störfum
Fimmtudagur 1. mars 2007 kl. 17:15

Gamla varnarsvæðið: Tólf öryggisvörðum sagt upp störfum

Lögreglan á Suðurnesjum þurfti að segja upp öryggisvörðunum 12 sem ráðnir voru til að gæta gamla varnarsvæðisins. Þeir komu til starfa við brotthvarf bandaríska hersins sl. haust. Það staðfesti Ellisif Tinna Víðisdóttir, aðstoðarlögreglustjóri í samtali við Víkurfréttir fyrir stundu og sagði það að fyrirmælum utanríkisráðuneytis og vísaði á ráðuneytið varðandi frekari upplýsingar í því sambandi.

Starfsmenn fengu uppsagnarbréf afhent í gær.

Ekki náðist í Grétar Má Sigurðsson ráðuneystistjóra utanríkisráðuneytis.

Samkvæmt heimildum Víkurfrétta var lokað á fjárveitingu til embættisins vegna þessara staða og vinna þeir því út uppsagnarfrest.

Óvíst er með framhaldið eftir uppsagnarfrestinn en nánari fréttir verða af þessu máli síðar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024