Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gamla Sundhöll Keflavíkur í rúst eftir skemmdarvarga
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
miðvikudaginn 17. júlí 2019 kl. 10:18

Gamla Sundhöll Keflavíkur í rúst eftir skemmdarvarga

Skemmdarvargar virðast leika lausum hala í Sundhöll Keflavíkur. Byggingin hefur staðið auð og yfirgefin í nokkra mánuði. Þar innandyra hefur nú allt verið brotið og bramlað.

Í hópnum „Björgum Sundhöll Keflavíkur“ á fésbókinni eru birtar nokkrar myndir innan úr Sundhöll Keflavíkur og þar sést vel hvernig ástandið er.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ragnheiður Elín Árnadóttir, sem leitt hefur hópinn sem reyndi björgun Sundhallar Keflavíkur skrifar við myndirnar:

„Æji...af hverju þetta virðingarleysi? Hefði kannski verið möguleiki á að staldra aðeins við og koma menningarverðmætum í var áður en hafist er handa við niðurrif?“


Svona er umhorfs við sundlaugina. Myndir af fésbókarsíðu.