Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 14. október 1999 kl. 14:08

GAMLA GULLBERG TIL KEFLAVÍKUR

Karl Óskarsson í Keflavík hefur fest kaup á gamla Gullbergi, sem áður hét Gullfaxi VE. Kaupverðið fæst ekki uppgefið. Gullbergið var eingöngu gert út á nótaveiðar síðustu árin, en nýi eigandinn ætlar að setja í skipið línubeitningarvél og stunda línuveiðar auk þess að reyna við norsk-íslensku síldina og ef til vill loðnu og síld á heimamiðum. Milligöngu um kaupin hafði Álasund ehf. Skipið mun áfram heita Gullfaxi. Grein um þetta birtist nýverið í Fiskifréttum. Í blaðinu er einnig viðtal við Karl Óskarsson og þar kemur fram að hann ætli að leigja kvóta á Kvótaþingi vegna línuveiðanna, því sáralítill kvóti fylgi nýja skipinu. Hann segir þó útilokað að gera út á leigukvóta á síld, því leiguverð á Kvótaþingi sé nú 6 krónur á kílóið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024