Gamla Festi orðin að 36 herbergja hóteli
Geo Hótel Grindavík opnar.
Geo Hótel Grindavík opnar formlega fimmtudaginn 28. maí þar sem félagsheimilið Festi var áður til húsa. Þar verður boðið upp á vandaða gistingu í notalegu umhverfi, alls 36 herbergi með baði. Hótelið verður opið gestum og gangandi milli kl. 16:00 og 19:00. Greint var frá þessu á vefnum Grindavík.net.