Gambri í heimahúsi í Sandgerði
Um 200 lítrar af gambra fundust í heimahúsi í Sandgerði síðdegis í gær. Lögreglu höfðu borist ábendingar um að í húsinu væri framleiddur landi, ætlaður til sölu.Lögreglumenn gerðu gambrann upptækan auk þess sem tæki og tól til bruggunar voru fjarlægð.
Einn maður er talinn tengjast málinu og var hann yfirheyrður í gærkvöld. Hann mun ekki hafa komið við sögu lögreglunnar áður.
Frétt af Visir.is
Einn maður er talinn tengjast málinu og var hann yfirheyrður í gærkvöld. Hann mun ekki hafa komið við sögu lögreglunnar áður.
Frétt af Visir.is