Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gámavellir í Helguvík: Lægsta tilboð hálfum milljarði undir kostnaðaráætlun
Þriðjudagur 3. júní 2008 kl. 17:45

Gámavellir í Helguvík: Lægsta tilboð hálfum milljarði undir kostnaðaráætlun

Það fyrirtæki sem bauð lægst í 40.000 fermetra gámavelli í Helguvík var um hálfan milljarð undir kostnaðaráætlun. Verktakafyrirtækið Magni bauð 992 milljónir króna í framkvæmdina, en kostnaðaráætlun Reykjaneshafnar hljóðaði upp á 1.510 milljónir króna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Reykjaneshöfn efndi til forvals þar sem sjö fyrirtækjum stóð til boða að senda inn tilboð í verkið. Sex aðilar sendu inn tilboð og var tilboð Magna lægst. Um er að ræða námuvinnslu á um 40.000 fermetra svæði við höfnina í Helguvík. Á svæðinu verður til fyllingarefni sem notað verður á lóð Norðuráls í Helguvík. Þegar efnistökunni er lokið verður svæðið notað sem gámavellir við Helguvíkurhöfn.

Að sögn Péturs Jóhannssonar, hafnarstjóra Reykjaneshafnar, er verið að fara yfir tilboðin en afstaða verður tekin til þeirra á stjórnarfundi hjá Reykjaneshöfn nk. mánudag.