Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 2. ágúst 2002 kl. 09:38

Gámasvæði í Vogum lokað vegna slæmrar umgengni

Vegna slæmrar umgengni hafa yfirvöld í Vatnsleysustrandarhreppi ákveðið að loka gámasvæði fyrir flokkaðan úrgang sem verið hefur við höfnina í Vogum sl. þrjú ár. Ítrekað hafa borist áminningar og viðvaranir vegna slæmrar umgengni en þeim ekki sinnt og því var ákvðið að loka. Í samtali við Morgunblaðið í morgun segir Jóhanna Reynisdóttir sveitastjóri að það séu ekki bara íbúarnir sem gangi illa um heldur fyrst og fremst fyrirtæki frá öðrum stöðum. Vatnsleysustrandarhreppur hefur þó ákveðið að koma til móts við íbúa með því að gefa þeim kost á því að losa flokkaðann úrgang í gáma einu sinni í mánuðu undir eftirliti.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024