Gámar á flugi og klæðning flettist af kísilveri
Það hefur mikið gengið á í óveðrinu sem nú gengur yfir Reykjanesskagann. Vörugámur af stærstu gerð fór á flug í Helguvík og klæðning flettist af einni af byggingum kísilversins.
Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út bæði í Reykjanesbæ og Garði vegna foks.
Klæðning á þessari skemmu við kísilverið í Helguvík flettist af í veðrinu.