Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gaman í vinnunni í góða veðrinu
Þriðjudagur 22. júní 2004 kl. 12:10

Gaman í vinnunni í góða veðrinu

Krökkunum í unglingavinnunni í Garði finnst ekki slæmt að vinna úti í blíðviðrinu sem verið hefur á Suðurnesjum síðustu daga. Verkefnin eru margvísleg sem krakkarnir vinna við; allt frá því að reita arfa og mála gangstéttarbrúnar til götusópunar og grjóttínslu.
Eva Dís, Lára, Þórdís og Þorbjörg sem allar eru í Gerðaskóla voru hressar þegar Víkurfréttir bar að garði í morgun. Þær voru þá í óða önn að undirbúa gangséttarmálun og þegar þær voru spurðar hvernig þeim líkaði vinnan svöruðu þær: „Það er bara fínt, sko.“
Þær mæta í vinnuna klukkan átta á morgnana og eru til klukkan 5 á daginn, en í hópnum þeirra eru um 20 manns.

Myndin: Stelpurnar settust á gangstéttarbrún sem þær máluðu fyrir nokkrum dögum. F.v. Eva Dís, Lára, Þórdís og Þorbjörg. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024